Gullið
Sporthúsið Gull er lítil og heimilisleg líkamsræktarstöð á efri hæð Sporthússins. Gull meðlimir áróru yoga og þeir sem eru á námskeiði hafa fullan aðgang að búningsklefa og tækjasal Gullsins og er kjörinn staður fyrir þá sem kjósa að bæta við styrktar- og þolæfingu í rólegu og þægilegu umhverfi.
Við hvetjum þig til þess að nýta þér þessa glæsilegu aðstöðu samhliða yoga iðkun þinni.
Kírópraktor og Sjúkraþjálfun
Þverfaglegt samstarf er við Kírópraktorstofu Íslands og Sjúkraþjálfunina Sporthúsinu en bæði fyrirtækin eru í húsnæðinu.
Búningsaðstaða
Nýr og glæsilegur búningsklefi fyrir konur en karlarnir munu nota sama klefa og þjónar annarri starfsemi í Sporthúsinu.
Setustofa
Þægileg setuaðstaða er á staðnum og því hægt að tylla sér og spjalla eftir æfingu.
Líkamsræktar tæki
Stöðin er búin nýjustu og bestu fáanlegu líkamsræktartækjum frá Technogym á Ítalíu. Öll áhersla verður lögð á persónulega og faglega þjónustu.