HCL
Human Centric Lighting, hvað er það?
Það er einfaldlega að nota lýsingu á réttan hátt til að styðja við vellíðan í okkar daglega lífi.
Við gengum út frá þessari hugmyndafræði þegar við sköpuðum signature tíma okkar Sunrise, Sunset og Áróra Flow.
Í þessum tímum er reynt að líkja eftir náttúrulegri hegðun sólarljóssins til að hjálpa við að stilla eðlislægu líkamsklukku okkar.
Kynntu þér HCL
Human Centric Lighting
Aðstaðan okkar er sérstaklega útbúin HCL ljósum til að hjálpa við að stilla eðlislæga líkamsklukku okkar sem getur oft farið úr skorðum, bæði í skammdeginu á veturna sem og í miðnætursólinni á sumrin.
Ljósakerfið okkar skapar rólega sólarupprás á morgnana og sólsetur á kvöldin sem vekur jafnt sem svæfir líkamann á mjúklegan og náttúrlegan hátt meðan þú baðar þig í infrarauðum hita.
HCL ljósakerfið veitir þér þannig réttu birtuna hverju sinni sem líkaminn þarfnast til að draga úr myndun svefnhormónsins melatóníns að morgni og ýta undir seyti þess að kvöldi og hjálpa þannig við að stilla eðlislægu líkamsklukku okkar.
Ljóshönnun áróru yoga var unnin í samstarfi við
Stefán Agnar Hjörleifsson hjá Jóhann Ólafsson & Co - Arnar Leifsson hjá Rafmiðlun - Ljósahönnun: Stefán Agnar Hjörleifsson Forritun og stýringar: Arnar Leifsson