Kæru Iðkendur Áróra Yoga -
Okkur þykir spennandi að tilkynna ykkur um væntanlegar breytingar hjá okkur.
Þegar að þeim tíma kemur að tilslakanir verða nægar í sóttvarnar aðgerðum almannavarna þá munum við opna aftur með breyttu sniði.
Eftir enduropnun verður Áróra Yoga partur að hóptímatöflu Sporhússins - Svo allir tímar verða í opinni stundatöflu :)
Nánari upplýsingar um jógatímana verða auglýst síðar.
Þeir sem hafa verið í ársáskrift hjá Áróra geta nú látið breyta kortinu sínu í hefbundið Sporthússkort.
Þangað til hvetjum við ykkur til þess að halda áfram að stunda jóga og nýta ykkur tímana niðri í heita salnum.
Heiðbrá mun færa sig niður og kenna Power Flow Jóga á þriðjudögum kl 18:40 -19:40 þangað til að hægt er að bjóða upp á jóga í Áróra aftur
Sjáumst á dýnunni !
Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Áróra Yoga og Sporthússins
Comments